Hafkalk - 180 hylki

Hafkalk - 180 hylki

5320 kr.
Magn

Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000kr.

30 daga skilafrestur. Kaupandi borgar sendingarkostnað.

 

Náttúrulegur kalk og steinefnagjafi úr hafinu

Styrkir brjósk og bein. Gott fyrir liðina!

Kalkþörungar úr Arnarfirði innihalda u.þ.b. 30% Kalsíum, 2% Magnesíum og fjölmörg stein- og snefilefni, m.a. járn, sink, selen, kalíum, mangan, joð og kóbalt. Samtals 74 stein- og snefilefni úr hafinu í náttúrulegu jafnvægi. Kalkþörungar hafa mikið yfirborð vegna einstakrar uppbyggingar og brotna auðveldlega niður í meltingaveginum. Þetta, ásamt samlegðaráhrifum hinna fjölmörgu snefilefna, tryggir góða upptöku og virkni.

Sérstaklega eru það konur sem komnar eru á miðjan aldur sem þurfa á þessum efnum að halda til að fyrirbyggja beinþynningu en einnig konur á meðgöngu eða með barn á brjósti og allir sem ekki fá nægilegt kalk og steinefni úr fæðunni.

Komið hefur í ljós og staðfest af fjölda fólks að HAFKALK dragi úr verkjum vegna slitgigtar.  Einnig eru vísbendingar um að það geti komið í veg fyrir fótaóeirð (Restless legs syndrome). HAFKALK á því fullt erindi á íslenskan markað og hefur veitt innfluttum fæðubótarefnum, sem eiga að hafa svipaða virkni, verðuga samkeppni.

Hafkalk  er vottuð náttúruvara sem sér þér fyrir hreinu náttúrulegu kalki og fjölmörgum lífsnauðsynlegum steinefnum.

HAFKALK  – Ekki bara kalk!

 

Innihald:

Í einu hylki af kalkþörungum (Lithothamnium Tophiforme) eru 585mg sem innihalda:

Kalsíum 187mg (23%RDS), Joð 13,1μg (9%RDS), Magnesíum 17,3mg (5% RDS), Fosfór 0,35mg, Járn 0,34mg, Kalíum 0,08mg, Mangan 0,04mg, Sink 0,01mg, Kopar 1,24μg, Selen 0,47μg.

Auk fjölda annarra stein- og snefilefna.

Mál (L x V x H) 0 x 0 x 0
Þyngd 0