Hafkalk Gull  - 60 hylki

Hafkalk Gull - 60 hylki

2820 kr.
Magn

Verð er með virðisaukaskatti (11%)

Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000kr.

30 daga skilafrestur. Kaupandi borgar sendingarkostnað.

 

Allt það besta fyrir betri beinheilsu
Styrkir brjósk og bein. Gegn beinþynningu!

Hafkalk Gull er vottuð náttúruafurð sem inniheldur kalkþörunga úr Arnarfirði. Til að tryggja hámarks upptöku og rétta nýtingu á kalki er Hafkalk Gull styrkt með D3 og K2 Vítamíni (MK7) auk C vítamíns, magnesíum og mangan.

Kalkþörungar - Ekki bara kalk!

Kalkþörungurinn er sjávarjurt sem er náttúrulega rík af ýmsum steinefnum. Þar ber helst að nefna kalk og magnesíum auk 72 annarra stein- og snefilefna s.s sink, járn, joð og selen. Kalkþörungarnir hafa einstaka uppbyggingu og á vaxtarskeiði sínu nýta þeir hin fjölmörgu næringarefni sem í sjónum eru til að byggja upp stoðgrind sína. Einna helst mætti líkja uppbyggingu þörungsins við býkúpu. Þessi sérstaka lífræna uppbygging eykur yfirborð og er ein ástæða góðrar upptöku í mannslíkamanum.

D3 og K2 Vítamín - Upptaka og rétt nýting

Flestir þekkja mikilvægi D3 vítamíns á norðlægum slóðum. D3 hefur á síðustu árum verið mikið rannsakað og áhrif þess á upptöku kalks er vel þekkt. D3 vítamín styður við upptöku kalks með jákvæðum áhrifum á nýmyndun (e.

synthesis) kalk bindandi próteina í smáþörmum. D vítamín er einnig mikilvægur hlekkur í framleiðslu beinmyndunarfruma (Osteoblast). K2 hefur fengið minna umtal en nýlegar rannskóknir undirstrika mikilvægi K2 vítamíns til viðbótar við D3 og kalk. K2 Vítamín er nauðsynlegur hjálparþáttur (Kó-faktor) við virkjun beinmyndunarpróteinsins Osteocalcin sem er mikilvægt varðandi rétta nýtingu kalksins til beinmyndunar í líkamanum. D3 og K2 vítamín vinna þannig saman að réttri upptöku og nýtingu kalks í líkamanum og eru af mörgum fræðimönnum talin jafnmikilvæg hvað beinheilsu varðar. K2 vítamín hefur einnig jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið með minni uppsöfnun kalks í æðum. Hafkalk Gull inniheldur hágæða K2 vítamín (MK7) og D3 vítamín sem bæði eru talin gefa besta upptöku í líkamanum.

C Vítamín, magnesíum og mangan

Hafkalk Gull inniheldur einnig C vítamín, magnesíum og mangan sem er ætlað að styðja enn frekar við virkni Hafkalks og stuðla að betri upptöku og nýtingu kalks í líkamanum. C vítamín er mikivægt til nýmyndunar á kollageni, sem er aðal próteinið í beinum líkamans. C vítamín er einnig talið geta stutt við upptöku á kalki. Magnesíum styður rétta nýtingu á kalki en er einnig talið mikilvægt fyrir rétta nýtingu á D vítamíni. Hafkalk Gull inniheldur hóflegan skammt af náttúrulegu sjávar magnesíum til viðbótar við það magnesíum sem er í kalkþörungunum. Mangan hefur verið tengt við betri upptöku á kalki en er jafnframt mikilvægt fyrir efnaskipti og uppbyggingu brjósks og beina.

 

Innihald:

Kalkþörungar (Lithothamnion Tophiforme), Sjávar-Magnesíum extrakt,

C vítamín (Ascorbic Acid), Mangan Sítrat, K2 vítamín (MK7) og D3 vítamín.

Án viðbættra aukaefna og erfðabreyttra innihaldsefna (GMO Free).

 

Tvö hylki af Hafkalk Gull innihalda:

Kalk 355mg (44% RDS), Magnesíum 78mg (22% RDS), D3 Vítamín 20µg (800 IU) (200% RDS), C Vítamín 50mg (67% RDS), Mangan 2mg (100% RDS), K2 Vítamín 50µg (*).

Auk fjölda annarra náttúrulegra stein- og snefilefna.

* Ráðlagður dagskammtur ekki ákv. í reglugerð.

 

Notkun:

Mælum með að teknar séu 2 töflur tvisvar á dag fyrstu 2-3 vikurnar til að hlaða upp birgðir líkamans. Að þessum tíma liðnum má minnka skammtinn niður í 2 hylki á dag.

Mál (L x V x H) 0 x 0 x 0
Þyngd 0