Haf-Ró - 60 hylki

Haf-Ró - 60 hylki

2720 kr.
Magn

Verð er með virðisaukaskatti (11%)

Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000kr.

30 daga skilafrestur. Kaupandi borgar sendingarkostnað.

 

Slakandi steinefnablanda úr hafinu.

Fyrir betri svefn, náttúrulega!

Haf-Ró inniheldur náttúrulegt magnesíum extrakt unnið úr sjó og Hafkalk sem unnið er úr kalkþörungum úr Arnarfirði. Inniheldur einnig B6 og C vítamín sem styðja við virkni efnanna.

 

Náttúrulegt Sjávar-Magnesíum

Magnesíum sem notað er í Haf-Ró er unnið úr sjó og er ein náttúrulegasta og sterkasta uppspretta magnesíums sem völ er á (55%) og er einangrað úr sjó í fimm ára náttúrulegu ferli. Þetta gerir það kleift að hafa mikið magn virkra efna í hverju hylki af Haf-Ró. Magnesíum og Hafkalk vinna saman og jafnframt tekur magnesíum þátt í að koma jafnvægi á kalkbúskap líkamans.

Magnesíum er líkamanum nauðsynlegt til að viðhalda jafnvægi í vöðva- og taugakerfinu. Magnesíumskortur getur lýst sér í þreytu og streitu en leiðrétting á þeim skorti getur því gefið slakandi áhrif, samhliða aukinni orku. Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem líkaminn getur ekki geymt og því mikilvægt að viðhalda með réttu mataræði daglega eða með neyslu fæðubótarefna. Magnesíumskortur getur komið við sögu í margs konar sjúkdómum og má þar nefna: Þunglyndi og kvíða, hjarta og æðasjúkdóma, háan blóðþrýsting, beinþynningu, sykursýki, krampa og flog.

Hlutfall Kalks og Magnesíums

Almennt er mælt með að kalks og magnesíums sé neytt í hlutföllunum 2:1. Haf-Ró inniheldur magnesíum og kalk í „öfugum“ hlutföllum þ.e.a.s. 2 hlutar af magnesíum á móti 1 hluta af kalki. Haf-Ró er ætlað að leiðrétta hlutfall magnesíums og kalks í líkamanum en talið er að oft vanti magnesíum í unnin matvæli sem eru stærri hluti af mataræði fólks í dag heldur en áður var.

 

B6 og C vítamín

B6 vítamín tengist mörgum þáttum í líkamsstarfsemi fólks, bæði andlegum og líkamlegum, s.s. virkni heilans og vöðvanna, upptöku fitu og próteina, B12 vítamíns o.fl. B6 vítamín er mikilvægt fyrir starfsemi lifrarinnar og við myndun tauga- og boðefna s.s. Serótónín sem er róandi og stýrir m.a. svefni. Vítamínið styrkir ónæmiskerfið, minnkar hættuna á því að fá krampa og er talið hafa fyrirbyggjandi áhrif á taugaskemmdir. Haf-Ró inniheldur virkt B6 í formi pýridoxín-5-fosfats (P5P) sem líkaminn getur nýtt beint án umbreytingar í lifur.

C vítamín styður við upptöku á magnesíum og kalki en er einnig lífsnauðsynlegt vítamín eitt og sér. Mannskepnan er ein fárra lífvera á jörðinni sem ekki framleiðir sitt eigið C vítamín en líkaminn nýtir það m.a. við myndun próteins til uppbyggingar húðarinnar, sina, liðamóta og æða og til viðgerða og viðhalds á brjóski, beinum og tönnum. C vítamín er einnig náttúrulegt andoxunarefni.


Innihald
Eitt hylki af Haf-Ró (620mg) inniheldur:
Magnesíum 175 mg (50% RDS), Kalk 88 mg (11% RDS), B6 vítamín (P5P) 0,65 mg (50% RDS), C vítamín 37,5 mg (50% RDS), Joð 6,14 μg (4,2% RDS).
Auk fjölda annarra nauðsynlegra stein- og snefilefna.

 

Notkun:

Mælum með að teknar séu 2 töflur tvisvar á dag fyrstu 2-3 vikurnar til að hlaða upp birgðir líkamans. Að þessum tíma liðnum má minnka skammtinn niður í 2 hylki á dag.

Mál (L x V x H) 0 x 0 x 0
Þyngd 0