Hafkrill - 60 perlur

Hafkrill - 60 perlur

3680 kr.
Magn

Verð er með virðisaukaskatti (11%)

Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000kr.

30 daga skilafrestur. Kaupandi borgar sendingarkostnað.

 

Allt það besta fyrir betri heilsu
Auðmelt Omega 3 með náttúrulegum andoxunarefnum!

Gott fyrir hjartað, heilann og liðina - Mikil virkni, ekkert eftirbragð!

Hafkrill

Omega 3 fitusýrur eru mikilvægur þáttur í hollu mataræði og fyrir heilsu fólks. Fjölmargar rannsóknir staðfesta að Omega 3 fitusýrur leiki lykilhlutverk í þroska augnhimnu og virkni ónæmiskerfisins. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á fyrirbyggjandi áhrif sem Omega 3 getur haft á krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma.

Rannsóknir gefa til kynna að uppruni Omega 3 skipti miklu máli. Tvær megin uppsprettur EPA og DHA eru annars vegar fiskiolíur sem innihalda þríglýseríð-bundnar Omega 3 fitusýrur og hins vegar ljósátulýsi (krillolía) sem inniheldur fósfólípíð-bundnar Omega 3 fitusýrur.

Hafkrill ljósátulýsi er ríkt af fosfólípíð-bundnum EPA og DHA fitusýrum, sem rannsóknir sýna að eru líkamanum auðveldari í upptöku en aðrar sjávarolíur. Fosfólípíð-bundnar Omega 3 fitusýrur eru vatnsuppleysanlegar, fara betur í maga og hafa minna eftirbragð. Framleiðandi ljósátulýsisins sem notað er í Hafkrill, Aker BioMarine, hefur fengið birtar þrjár rannsóknir sem styðja við fullyrðingar um betri upptöku fósfólípíð-bundnu Omega 3 fitusýranna í samanburði við hefbundnar fiskiolíur.

Ljósáta úr Suður-Íshafinu inniheldur náttúrulega andoxunarefnið Astaxanthin en dökk rauði liturinn á Hafkrill perlunum kemur af því. Astaxanthin dregur úr áhrifum sindurefna í líkamanum, viðheldur gæðum olíunnar og gerir viðbætt rotvarnarefni óþörf.

Ljósáta er ein algengasta dýrategund jarðarinnar með um það bil 500 milljón tonna lífmassa. Framleiðandi olíunnar leggur mikið upp úr sjálfbærum og vistvænum veiðum og notar vottaða veiðitækni og vinnsluaðferðir sem tryggja hámarks gæði. Þetta kemur í veg fyrir dauða annarra tegunda, dregur úr niðurbroti ljósátunnar og styttir vinnsluferlið.

 

Innihald:

Í einu hylki af Hafkrill eru 500mg af Superba ljósátulýsi (krillolíu):

Fosfólípíð 200mg, Omega 3 fitusýrur 110mg, þar af EPA 60mg, DHA 28mg og aðrar Omega 3 fitusýrur 22mg. Astaxanthin (Esterað) 40µg.

 

 

Mál (L x V x H) 0 x 0 x 0
Þyngd 0