Skip to product information

Haf-Ró

Haf-Ró

 

check_circle Betri svefn & slökun

check_circle Minnkar streitu & þreytu

check_circle Sterkara ónæmiskerfi

Veldu fjölda

files/hlynur_baeringsson_hafkalk.webp

"Ég mæli því sterklega með vörunum frá Hafkalki og er þakklátur fyrir að hafa verið bent á þær."

Hlynur Bæringsson
Haf-Ró

Haf-Ró

Regular price 2.720 kr
Regular price 2.720 kr Sale price
SAVE Liquid error (snippets/price line 116): Computation results in '-Infinity'% Sold out

Slakandi steinefnablanda úr hafinu.

Fyrir betri svefn, náttúrulega!

Haf-Ró inniheldur náttúrulegt magnesíum extrakt unnið úr sjó og Hafkalk sem unnið er úr kalkþörungum úr Arnarfirði. Inniheldur einnig B6 og C vítamín sem styðja við virkni efnanna.

Náttúrulegt Sjávar-Magnesíum

Magnesíum sem notað er í Haf-Ró er unnið úr sjó og er ein náttúrulegasta og sterkasta uppspretta magnesíums sem völ er á (55%) og er einangrað úr sjó í fimm ára náttúrulegu ferli. Þetta gerir það kleift að hafa mikið magn virkra efna í hverju hylki af Haf-Ró. Magnesíum og Hafkalk vinna saman og jafnframt tekur magnesíum þátt í að koma jafnvægi á kalkbúskap líkamans.

Magnesíum er líkamanum nauðsynlegt til að viðhalda jafnvægi í vöðva- og taugakerfinu. Magnesíumskortur getur lýst sér í þreytu og streitu en leiðrétting á þeim skorti getur því gefið slakandi áhrif, samhliða aukinni orku. Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem líkaminn getur ekki geymt og því mikilvægt að viðhalda með réttu mataræði daglega eða með neyslu fæðubótarefna. Magnesíumskortur getur komið við sögu í margs konar sjúkdómum og má þar nefna: Þunglyndi og kvíða, hjarta og æðasjúkdóma, háan blóðþrýsting, beinþynningu, sykursýki, krampa og flog.

Hlutfall Kalks og Magnesíums

Almennt er mælt með að kalks og magnesíums sé neytt í hlutföllunum 2:1. Haf-Ró inniheldur magnesíum og kalk í „öfugum“ hlutföllum þ.e.a.s. 2 hlutar af magnesíum á móti 1 hluta af kalki. Haf-Ró er ætlað að leiðrétta hlutfall magnesíums og kalks í líkamanum en talið er að oft vanti magnesíum í unnin matvæli sem eru stærri hluti af mataræði fólks í dag heldur en áður var.

B6 og C vítamín

B6 vítamín tengist mörgum þáttum í líkamsstarfsemi fólks, bæði andlegum og líkamlegum, s.s. virkni heilans og vöðvanna, upptöku fitu og próteina, B12 vítamíns o.fl. B6 vítamín er mikilvægt fyrir starfsemi lifrarinnar og við myndun tauga- og boðefna s.s. Serótónín sem er róandi og stýrir m.a. svefni. Vítamínið styrkir ónæmiskerfið, minnkar hættuna á því að fá krampa og er talið hafa fyrirbyggjandi áhrif á taugaskemmdir. Haf-Ró inniheldur virkt B6 í formi pýridoxín-5-fosfats (P5P) sem líkaminn getur nýtt beint án umbreytingar í lifur.

C vítamín styður við upptöku á magnesíum og kalki en er einnig lífsnauðsynlegt vítamín eitt og sér. Mannskepnan er ein fárra lífvera á jörðinni sem ekki framleiðir sitt eigið C vítamín en líkaminn nýtir það m.a. við myndun próteins til uppbyggingar húðarinnar, sina, liðamóta og æða og til viðgerða og viðhalds á brjóski, beinum og tönnum. C vítamín er einnig náttúrulegt andoxunarefni.

Haf-Ró passar vel saman með

Hafkrill

Hafkrill

3.680 kr
Hafkalk Gull

Hafkalk Gull

2.820 kr
Hafkraftur

Hafkraftur

2.920 kr
eco

Innihaldsefni

Innihald

Eitt hylki af Haf-Ró (620mg) inniheldur:
Magnesíum 175 mg (50% RDS), Kalk 88 mg (11% RDS), B6 vítamín (P5P) 0,65 mg (50% RDS), C vítamín 37,5 mg (50% RDS), Joð 6,14 μg (4,2% RDS).
Auk fjölda annarra nauðsynlegra stein- og snefilefna.

grading

Leiðbeiningar

Notkun:

Mælum með að teknar séu 2 töflur tvisvar á dag fyrstu 2-3 vikurnar til að hlaða upp birgðir líkamans. Að þessum tíma liðnum má minnka skammtinn niður í 2 hylki á dag.

local_shipping

Sending

Ókeypis sendingargjald hvert á land sem er þegar þú pantar fyrir meira en 10.000 kr

Við sendum allar pantanir með Póstinum.

Pantanir eru afgreiddar 1-2 virkum dögum eftir pöntun.

Sending tekur svo u.þ.b. 3-4 virka daga til viðbótar.

workspace_premium

30 daga skilafrestur

Öllum pöntunum fylgir 30 daga ánægjuábyrgð.

Viðskiptavinir geta fengið vörur að fullu endurgreiddar ef þeim er skilað í upprunalegu ástandi innan 30 daga frá afhendingu vörunnar.

View full details

Íslensk náttúra

Án fylliefna

Lífræn vottun

Íslensk náttúra

Án fylliefna

Lífræn vottun

Íslensk náttúra

Án fylliefna

Lífræn vottun

Íslensk náttúra

Án fylliefna

Lífræn vottun

Íslensk náttúra

Án fylliefna

Lífræn vottun

Íslensk náttúra

Án fylliefna

Lífræn vottun

Íslensk náttúra

Án fylliefna

Lífræn vottun

Íslensk náttúra

Án fylliefna

Lífræn vottun

Íslensk náttúra

Án fylliefna

Lífræn vottun

Íslensk náttúra

Án fylliefna

Lífræn vottun

Íslensk náttúra

Án fylliefna

Lífræn vottun

Íslensk náttúra

Án fylliefna

Lífræn vottun

Náttúrulegur stuðningur fyrir svefn, ró og jafnvægi

Haf-Ró sameinar magnesíum úr sjó, kalk úr Arnarfirði og virk vítamín sem styðja við slökun, heilbrigðan svefn og jafnvægi í líkamanum. Með náttúrulegri blöndu steinefna færðu bæði betri hvíld og öflugri daglega heilsu.

check_circle
Betri svefn og ró

Magnesíum og virkt B6 hjálpa líkamanum að framleiða serótónín og melatónín sem stuðla að náttúrulegri slökun og djúpri hvíld.

check_circle
Minnkar streitu og spennu

Styður við taugakerfið og dregur úr einkennum streitu, kvíða og vöðvaspennu.

check_circle
Rétt jafnvægi magnesíums og kalks

2:1 hlutfallið tryggir að líkaminn fái það magnesíum sem oft vantar í nútíma mataræði.

check_circle
Stuðlar að sterkari beinum og vöðvum

Kalk, magnesíum og C-vítamín vinna saman að heilbrigðum beinum, tönnum og eðlilegri vöðvastarfsemi.

eco
100% Náttúrulegt

Engin fylliefni, litarefni eða óþarfa aukaefni – aðeins hreinn styrkur úr hafinu.

lock
Vottuð gæði

Framleitt samkvæmt HACCP og GMP stöðlum og notað viðurkennd hráefni vottað af Tún.

shield
Traust í áratugi

Íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í hreinleika alla tíð alveg frá upphafi.

Hrein næring, sönn áhrif

Frá náttúrunni í Arnarfirði til þín – hver vara er vönduð, vottuð og gerð til að styðja við heilsu og vellíðan.

Frá árinu 2009 höfum við hjálpað fólki að styrkja líkama og heilsu með náttúrulegum fæðubótarefnum úr hafinu.

Reynslan og árangurinn tala sínu máli.

  • Mæli sterklega með Hafkalk

    "Ég hef notað vörurnar frá Hafkalki undanfarið. Móðir mín mælti með þeim og fullyrti að þær myndu hjálpa mér í íþróttunum. Hafkalk hef ég notað í eitt og hálft ár og síðan mæli ég sérstaklega með Hafkrilli og Haf-Ró. Hafkrill er omega3 úr ljósátulýsi og Haf-Ró er blanda af magnesíum og kalkþörungum.  Þessi fæðubótarefni hafa hjálpað mér mikið við að jafna mig eftir erfiða leiki og æfingar. Verandi orðinn 31 árs þarf ég að leita allra leiða til að hjálpa líkamanum við endurheimt því oft er stutt í næsta leik. Mér líður mun betur eftir átökin núna og er fljótari að jafna mig, stirðleiki og verkir hafa minnkað til muna. Ég mæli því sterklega með vörunum frá Hafkalki og er þakklátur fyrir að hafa verið bent á þær."

    Hlynur Bæringsson

  • Líkaminn fljótari að jafna sig

    "Ég hef notað Hafkalk Gull og Hafkraft og er vægast sagt ánægð með vörurnar. Ég hugsa mikið um hvað ég læt ofan í mig því ég er með ofnæmi fyrir ýmsu, m.a. nikkel og hef þar af leiðandi átt erfitt með að finna vítamín og steinefni sem ég þoli en hef ekki fundið nein einkenni eftir að ég fór að nota Hafkraft og Hafkalk Gull.
    Ég æfi mjög mikið og keppti meðal annars í fitness um páskana. Í undirbúningnum fann ég að líkaminn var fljótari að jafna sig á milli erfiðra æfinga og þreyta í vöðvum og stirðleiki eftir æfingar er eitthvað sem ég hef ekki fundið fyrir lengi. Einnig fann ég mjög fljótt að sykurlöngun minnkaði til muna sem gerði mér mjög auðvelt fyrir að halda út á ströngu mataræði."

    Sandra Ásgrímsdóttir

  • Virknin er ótrúleg

    "Mig langar til að segja frá því hér að ég er nú komin vel við aldur og hef þjáðst af svefnleysi allt mitt líf. Allt mitt líf segi ég því ég átti sem barn strax erfitt með svefn. Síðan er ég búin að vera að reyna alla mögulega og ómögulega hluti til að geta sofið, hef tekið inn allt sem hægt er, borðað og drukkið allt sem á að bæta svefn og prufað allar aðferðir sem ég hef rekist á og nú síðast Haf-Ró og í fyrsta sinn á æfinni finnst mér ég vera farin að sofa betur. Ég steinsofna á kvöldin og sef stundum alla nóttina án þess að vakna, sem er alveg nýtt fyrir mér, en ég er búin að taka Haf-Ró undanfarið. Ég mun halda því áfram og það fylgir því þvílík ánægja að fara að sofa og eiga von á því að sofa alla nóttina."

    Agnes Löve

  • Dró úr verkjum og bólgum

    "Ég fékk slæma vefjagigt upp úr sjálfsofnæmi og fylgdu því miklir verkir og bólgur. Eftir að ég hafði prófað mig áfram með ýmis náttúruefni þá datt ég niður á þörunga hafkalkið. Ég fann smám saman að það dró úr verkjum og bólgum og líkaminn virðist vinna betur á allan hátt. Eftir að hafa tekið Hafkalk inn í nokkurn tíma finn ég stóran mun og það nægir mér. Ég mæli því hiklaust með inntöku Hafkalks og þakka kærlega fyrir."

    Þorgerður Einarsdóttir

  • Hreyfigetan er mun betri

    Grétar Arnbergsson á Flateyri axlarbrotnaði þann 14. mars 2009. Bæklunarlæknir hans var ekki bjartsýnn á að almennileg virkni næðist í axlarliðinn. Grétar byrjaði að taka HAFKALK um mánaðarmótin júní/júlí og er sannfærður um að beinin hafi gróið fyrr og betur en annars hefði verið. Hafkalkið hafi flýtt fyrir bata og hreyfigetan sé mun betri en búist var við. að öðru leyti segist Grétar finna mikinn mun á sér, verkir í hnjánum séu horfnir. Hann hafi ekið frá Borgarfirði eystri og til Flateyrar síðla sumars, án mikillar hvíldar, og lítið fundið fyrir verk í mjaðmarlið. Liðverkirnir hefðu verið að plaga hann lengi og Grétar segist geta mælt með hafkalkinu, það virki.

    Grétar Arnbergsson

  • Líður miklu betur

    Hildigunnur Guðmundsdóttir fékk æxli í skjaldkirtlinn og það þurfti að fjarlægja hann. Við aðgerðina urðu kalkkirtlar óvirkir og kalkbúskapur líkamans fór úr skorðum. Kalkskorturinn lýsti sér í miklum dofa, stirðleika og liðverkjum. Til að ráða bót á þessu var Hildigunni ráðlagt að taka kalk og tók hún allt að 22 töflur á dag, en blóðprufur sem hún fór í á hálfsmánaðar fresti sýndu alltaf sama ójafnvægið í kalkbúskapnum og heilsufarið batnaði ekki.
    Hildigunnur frétti af Hafkalki og ákvað að prófa það. Fljólega sýndu rannsóknir að komið var jafnvægi á kalkbúskapinn þrátt fyrir mun minni skammta af kalki en áður. Hildigunni líður nú miklu betur og þarf aðeins að mæta til eftirlits tvisvar á ári.

    Hildurgunnur Guðmundsdóttir

    Hrein næring án málamiðlana

    Hafkalk ehf. hefur frá upphafi haft þá stefnu að nota aldrei fylliefni eða óæskileg aukaefni.

    Á meðan margir framleiðendur bæta efnum í hylki sem gera ekkert fyrir heilsuna – og geta jafnvel dregið úr upptöku næringarefnanna – leggjum við áherslu á hreinleika og gæði.

    Allar vörurnar okkar innihalda aðeins þau innihaldsefni sem hafa raunverulegt næringargildi og styðja við heilsu, orku og vellíðan.

    Við vinnum samkvæmt ströngustu gæðastöðlum og notum einungis viðurkennd hráefni sem tryggja góða upptöku og virkni.

    Þannig getur þú verið viss um að hver vara frá Hafkalk skili því sem hún lofar.